Frjálst námsval milli Norðurlanda

Miðvikudaginn 29. janúar 1997, kl. 14:12:27 (2827)

1997-01-29 14:12:27# 121. lþ. 57.3 fundur 222. mál: #A frjálst námsval milli Norðurlanda# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur

[14:12]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að við svar við fyrirspurnum leyfist þingmönnum einungis að tala tvisvar, þ.e. frummælandi má mæla fyrir fyrirspurninni og taka síðan einu sinni til máls síðar en aðrir þingmenn geta komið með stutta athugasemd. Ég brá að vísu út af þessari reglu hér áðan vegna þess að ég var búinn að gefa hv. þm. sem í hlut átti orðið áður en ég áttaði mig á þessu. En ég held við verðum að halda okkur við þessa reglu og ég lít því svo á að þessari umræðu sé lokið.