Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 29. janúar 1997, kl. 15:40:47 (2848)

1997-01-29 15:40:47# 121. lþ. 58.6 fundur 70. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[15:40]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Þó að það sé pottur brotinn í Noregi þá er ekki víst að það sé endilega rétt að brjóta pottinn hérna hjá okkur. En hv. þm. Ragnar Arnalds dró í land í upphafi sinnar stuttu ræðu en síðan kom hann aftur að efni frv. sem ég var að lýsa í minni ræðu og undirstrikaði það sem ég sagði að það er ekki verið að tala um hinn almenna eignarrétt, heldur er verið að tala um skilgreindan eignarrétt og takmarkaðan eignarrétt, nákvæmlega það sem ég var að segja í ræðu minni hér áðan.