Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 29. janúar 1997, kl. 15:59:41 (2856)

1997-01-29 15:59:41# 121. lþ. 58.6 fundur 70. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[15:59]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að orðalagið á eignarnámsákvæðinu sé ekki hæft til verklegrar framkvæmdar og ég tel að það bjóði heim hættunni á því að jafnræðis verði ekki gætt hjá þeim sem eiga lönd sem numin eru til eignar af hinu opinbera.

Að því er það varðar síðan hvort hægt sé að deila um hvort það ætti að telja þau svæði til séreignar eða opinberrar eignar út frá því hvort þau eru 200° heit eða ekki, þá nefni ég þessa tölu vegna þess að slík er hin fræðilega skilgreining á því hvað er háhitasvæði og hvað er lághitasvæði. Þetta er einungis skilgreining jarðfræðinnar en eins og hv. þm. veit er ég giftur jarðfræðingi og mér mundi aldrei detta í hug að draga þetta í efa.