Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 29. janúar 1997, kl. 16:02:26 (2858)

1997-01-29 16:02:26# 121. lþ. 58.6 fundur 70. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[16:02]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er sem betur fer ekki lögfræðingur en mér finnst þetta vond lögfræði og ég held að það hljóti að vera í blóra við það sem menn reyna að tíðka innan lögfræðinnar.

Þetta orðalag sem hér er lagt til af hv. þm. Ragnari Arnalds lögfræðingi þýðir að á einum stað fá menn tilteknar bætur sem miðast ekki við verðhækkun vegna nálægðar við þéttbýli en á öðrum stað geta menn fengið bæturnar.

Þetta leiðir til þess að þegnarnir geta ekki verið vissir um að þeir njóti jafnræðis og þess vegna er ég á móti slíku orðalagi. Ég er á móti ákvæðinu sem slíku en ég tel að út frá þeim sjónarmiðum sem mér sýnast vaka fyrir hv. þm. þá eigi hann að orða þetta fortakslaust. Við eigum ekki að bíða eftir því að dómstólar skapi einhverja venju. Við skulum setja haldbæra reglu. Ræða þín skal vera: Já, já og nei, nei.