Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 12:02:36 (2889)

1997-01-30 12:02:36# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[12:02]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Enn og aftur reynir ráðherrann að villa fyrir hver er kjarni þessa máls. Kjarni þessa máls er ekki framsal eða ekki framsal. Kjarni þessa máls er sá að verið er að heimila lögfestingu á veðsetningu kvóta. Það er verið að lögfesta það. Það er málið. Það er verið að lögfesta heimildir til þess að veðsetja kvóta. Og að ég hafi alla tíð talað gegn framsali á veiðiheimildum er alls ekki rétt. Ég hef viðurkennt það að framsal á veiðiheimildum sé eitt af því sem stuðli að auknum fiskveiðiarði. Ég er algerlega sannfærð um þau rök. Það er braskið í kringum það. Það er að útgerðarmenn fái þessu úthlutað ókeypis og að þeir greiði engan tekjuskatt og að þeir borgi ekki skatta af því sem þeir eru að gera og það er allt braskið í kringum þetta, að láta sjómennina taka þátt í þessu en selja það svo og hirða arðinn sjálfir. Það er það sem ég hef verið að gagnrýna. Það er ekki hægt að villa svo fyrir. Það er veðsetningarheimildin og lögfesting á henni sem ég er á móti en ég er ekki að tala um framsal eða ekki framsal á veiðiheimildum. Við skulum bara halda okkur við aðalatriði málsins.