Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 12:05:52 (2891)

1997-01-30 12:05:52# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[12:05]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ótrúlegt hvernig hæstv. sjútvrh. leyfir sér að reyna að draga athyglina frá kjarna málsins. Það er lögfesting á veðheimildum sem ég er hér að andmæla. Það stendur skýrt að það megi núna taka veð í skipi með aflahlutdeild og það er verið að festa það í lög. (Dómsmrh.: Það stendur að þetta sé bannað. Lestu, það stendur að þetta sé bannað.) Það stendur að sé tekið veð í skipi megi ekki taka aflahlutdeildina frá. (Gripið fram í.) Það er nákvæmlega sama merkingin. (Dómsmrh.: Nei.) En hins vegar vil ég benda á, að ég kom með spurningu til sjútvrh. um réttarstöðu peningakerfisins og ríkisins og útgerðaraðila og það er meginatriði spurningar minnar. Hvers vegna svarar ekki hæstv. ráðherra henni? Það er það sem er meginmálið. (Dómsmrh.: Ég mun svara því í ræðu hér á eftir.) Það er gott að heyra.