Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 16:51:43 (2953)

1997-01-30 16:51:43# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[16:51]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vék að því að sægreifarnir væru að verða ríkir á því að selja þjóðinni aflaheimildir sem þeim er úthlutað frítt. Og ég vil vegna orða um að dýrt sé að kaupa skip vekja athygli hv. þm. á því að í nýjasta fréttablaði LÍÚ kemur fram í viðtali við Sigurð B. Stefánsson að af heildarverðmæti í sjávarútvegi eru skipin aðeins 22% en aflaverðmætið 45%. Það er því tæpur helmingur af aflaverðmæti fyrirtækjanna sem sægreifar fá frítt. Af þeim 10 af 15 sjávarútvegsfyrirtækjum sem nú eru á hlutabréfamarkaði er heildarverðmæti skipa 22% en heildarverðmæti aflaheimilda 45%. Ég blæs því á þessar röksemdir um aumingja útgerðarmennina sem eru að fjárfesta í skipum.