Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:16:06 (2958)

1997-01-30 17:16:06# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:16]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að það er mun auðveldara fyrir stór og sterk fyrirtæki að útvega sér fjármagn á markaðinum en fyrir hina smærri útgerðir. Þess vegna skil ég ekki að málflutningur hans geti gengið út á það að við þurfum sífellt að bíða eftir því að við lendum í vandræðum. Af hverjum getum við ekki leyst úr fyrirsjáanlegum vandamálum áður en þau eru farin að hafa áhrif á t.d. hinar smærri útgerðir sem hv. þm. ber fyrir brjósti?