Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:22:42 (2964)

1997-01-30 17:22:42# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:22]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. beindi spjótum sínum sérstaklega að mér í ræðu sinni hér áðan. Reyndar var býsna erfitt að átta sig á því hvað hann var að fara vegna þess að meginþorri tíma hans fór í að lesa upp úr Alþýðublaðinu, því merka blaði. Ég hef aldrei verið með hástemmdar yfirlýsingar í þessu máli. Ég tel þó mjög brýnt eins og fram hefur komið hér í umræðunni að eyða þeirri réttaróvissu sem rætt hefur verið um og ég tel líka að samningsveðið sé þannig sett fram að það eru alveg ákveðnar kvaðir í sambandi við það og ég mun því styðja þetta frv.

Ég tel líka að þetta komi sér vel fyrir smærri útgerðir í landinu. Þær hafa átt erfiðara með að fá lán í lánastofnunum. Stóru útgerðirnar eiga ekki í sömu vandræðum og minni útgerðir hvað lántökur varðar.