Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 17:24:47 (2966)

1997-01-30 17:24:47# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[17:24]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að í raun og veru (Gripið fram í.) að það sé hreinlega óheimilt að veðsetja aflaheimildirnar. Alveg eins og kom fram í máli mínu áðan hef ég átt viðtöl við marga útvegsmenn, t.d. í Vestmannaeyjum, þar sem menn hafa lent í vandræðum með lántökur í litlum útgerðarfyrirtækjum. Þeir hafa eindregið hvatt til þess að réttaróvissunni verði eytt og þess vegna er ég fylgismaður þessa frv.