Birna Sigurjónsdóttir fyrir KH

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:01:23 (2973)

1997-02-03 15:01:23# 121. lþ. 60.1 fundur 164#B Birna Sigurjónsdóttir fyrir KH#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:01]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 3. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykn., Birna Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. og 2. varaþingmanns samtakanna í Reykn.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn.``

Þá er eru hér bréf, annars vegar frá 1. varamanni Kvennalistans í Reykn., Bryndísi Guðmundsdóttur og hins vegar frá 2. varamanni, Kristínu Sigurðardóttur, um að þær geti ekki tekið sæti Kristínar Halldórsdóttur.

Kjörbréfanefnd kom saman til fundar áður en þingfundur hófst til að rannsaka kjörbréf Birnu Sigurjónsdóttur.