Sala á áfengi og tóbaki

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:15:09 (2987)

1997-02-03 15:15:09# 121. lþ. 60.2 fundur 169#B sala á áfengi og tóbaki# (óundirbúin fsp.), SF
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:15]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Í stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum segir eftirfarandi, með leyfi forseta, að það beri:

,,Að efla forvarnir, einkum þær sem beint er að einstaklingum sem eru í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna, áfengis og tóbaks.

Að hefta aðgengi barna og ungmenna að fíkniefnum, áfengi og tóbaki.

Að efla andstöðu í þjóðfélaginu gegn notkun barna og ungmenna á fíkniefnum, áfengi og tóbaki.``

Ég spyr ítrekað: Fyrst ráðherrann styður stefnu ÁTVR, styður þá hæstv. ráðherra stefnumótun ríkisstjórnarinnar í ávana-, tóbaks- og áfengismálum?