Niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:27:46 (2996)

1997-02-03 15:27:46# 121. lþ. 60.2 fundur 171#B niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:27]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Vegna fyrirspurnar frá hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni vil ég svara honum þannig að áætlaður sparnaður á næstu þremur árum er 160 millj. kr. þannig að ræða hans var nokkuð margfölduð. Það er alveg ljóst að það mun reynast tímafrekt að vinna þetta mál. Nefnd sem skipuð er af heilbrrn. er að vinna með heimamönnum að gerð tillagna og þær verða kynntar þinginu um leið og þær eru tilbúnar.

En ég endurtek: Við erum að tala um 160 millj. kr. á þremur árum og áætlaður sparnaður á þessu ári er 60 millj. kr. Endanlegar tillögur liggja ekki fyrir því að það er mikilvægt að ná samvinnu við heimamenn um málið.