Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 16:18:47 (3010)

1997-02-03 16:18:47# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[16:18]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég beindi þeirri spurningu til hæstv. ráðherra hvort hann væri tilbúinn til þess að beita sér fyrir því að aldraðir og öryrkjar kæmu að samningaborði. Þeir hafa sent hæstv. ríkisstjórn bréf ítrekað og beðið um samráð, að samráðsnefnd verði stofnuð. Ég spyr: Erum við tilbúin til þess að ræða við Samtök aldraðra og samtök öryrkja eins og rætt er við stéttarfélög?