Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 19:59:14 (3084)

1997-02-04 19:59:14# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[19:59]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins örstutt í sambandi við málflutning hv. þm. Ragnars Arnalds þar sem hann vék að arðgreiðslunum. Það alveg rétt og ég vil bara undirstrika það sem hv. þm. vék að að arðgreiðslur hafa verið greiddar. Það hefur verið greiddur arður til hluthafa þessa fyrirtækis. Það er eins og mig minni að það standi nú einhvers staðar í upplýsingum sem við höfum fengið að það hafi verið í fyrsta sinn árið 1979. Það er eins og mig minni að hv. þm. Ragnar Arnalds hafi einmitt verið ráðherra þá. Hann hafi einmitt verið ráðherra þegar arðgreiðslan var greidd út.