Landsvirkjun

Þriðjudaginn 04. febrúar 1997, kl. 20:32:09 (3091)

1997-02-04 20:32:09# 121. lþ. 61.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. 2. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur

[20:32]

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Herra forseti. Það var enginn að tala um hvort það væri skynsamlegt eða ekki. Það er ekki það sem málið snýst um. Hæstv. ráðherra er að reyna að snúa út úr. Hæstv. iðnrh. er að leggja til að Ríkisendurskoðun verði tekin út úr lögunum um Landsvirkjun. Hún er þar núna. Það er það sem hann er að leggja til. Og út frá því hljóta menn að horfa fram á það að við umræður um málið á næstu árum gætu menn gagnályktað og sagt sem svo: Það var ákvörðun Alþingis að henda Ríkisendurskoðun út úr þessum lögum. Hvað sem líður frv. hæstv. forsn. þá breytir það engu í þessu sambandi. Og hún er grunsamleg og tortryggileg þessi þrjóska við að taka við ábendingum frá Ríkisendurskoðun. Það er verulega tortryggilegt. Ég spyr ráðherrann: Telur hann að eignaraðilarnir hinir séu á móti því eða hvað?