Kynning MIL á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta

Miðvikudaginn 05. febrúar 1997, kl. 15:02:40 (3123)

1997-02-05 15:02:40# 121. lþ. 63.95 fundur 174#B kynning MIL á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta# (umræður utan dagskrár), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[15:02]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Nú fer fram utandagskrárumræða um kynningu MIL á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta. En MIL er skammstöfun fyrir Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Málshefjandi er hv. þm. Hjörleifur Guttormsson. Hæstv. iðnrh., Finnur Ingólfsson, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa og er hálftíma umræða.