Kynning MIL á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta

Miðvikudaginn 05. febrúar 1997, kl. 15:27:44 (3131)

1997-02-05 15:27:44# 121. lþ. 63.95 fundur 174#B kynning MIL á Íslandi fyrir erlenda fjárfesta# (umræður utan dagskrár), ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[15:27]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Það er auðvitað alveg hárrétt hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni að við þurfum að halda umræðunni áfram um það hvernig við nýtum auðlindir landsins. En það er hins vegar frekar dapurlegt að þessi umræða um tvö atriði úr skýrslu markaðsskrifstofunnar skuli vera notuð til einhverrar allsherjarárásar á þessa skrifstofu því að við erum nú fyrst, eftir níu ár, að sjá einhvern árangur af þessu starfi, árangur sem við erum búin að bíða lengi eftir.

Það eru tvö atriði sem hafa verið í umræðunni, annað þeirra er mjög dapurlegt en hitt er beinlínis rangt. Það atriði er varðar launakjör á landinu er auðvitað mjög dapurlegt en við verðum að horfast í augu við það og það er markmið þessarar ríkisstjórnar að breyta því og bæta launakjörin. Okkur hefur reyndar tekist mun betur en nágrannaþjóðunum í þeim efnum á síðustu fjórum árum. Hitt atriðið sem varðar það sem kallað er í skýrslunni ,,minimum of environmental red tape`` er bara hreinlega rangt. Það er ekkert ,,minimum of environmental red tape`` á Íslandi. Það er ekkert minimalt við það. Hér eru öflugar og virkar umhverfisvarnir. Ég viðurkenni að þær gætu verið betri og ég veit að þær munu batna. En það er ekkert minimalt við þær eins og þær eru nú.