Evrópuráðsþingið 1996

Fimmtudaginn 06. febrúar 1997, kl. 12:46:02 (3170)

1997-02-06 12:46:02# 121. lþ. 64.6 fundur 289. mál: #A Evrópuráðsþingið 1996# skýrsl, LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[12:46]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vona að hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi hlustað vel á seinni hluta ræðunnar sem ég hélt áðan. En hv. þm. Hjálmar Árnason flutti þessa tillögu á sl. þingi um að skoða hvaða möguleika við hefðum á því að hafa frekara samstarf milli alþjóðastofnana. Að sjálfsögðu höfum við samráð hvert við annað, eins og við þingmenn í Evrópuráðinu gerum í nánast öllu sem við gerum, þannig að tillaga hv. þm., sem var mjög góð og vakti athygli, er í samræmi við það sem við þingmenn Evrópuráðsins höfum verið að ræða. Hitt er annað mál að það eru fleiri ríki innan ÖSE en innan Evrópuráðsins og það eru færri ríki innan VES en innan Evrópuráðsins og ÖSE. Þannig að áherslurnar eru mismunandi hvernig sem menn vilja túlka það. Þær eru mjög mismunandi og þess vegna verður að skoða þessi mál mjög vel. Það þýðir ekkert annað en að horfast í augu við að heimurinn er að verða einn eins og hv. þm. Pétur H. Blöndal veit mætavel. Við komumst ekki undan því að taka þátt og stíga þau skref sem nauðsynleg eru til að halda sambandi við umheiminn.