Evrópuráðsþingið 1996

Fimmtudaginn 06. febrúar 1997, kl. 12:47:58 (3171)

1997-02-06 12:47:58# 121. lþ. 64.6 fundur 289. mál: #A Evrópuráðsþingið 1996# skýrsl, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[12:47]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það gætir ákveðins misskilnings hjá hv. þm. Ég er engan veginn að leggjast gegn því að við stöndum að þessu samstarfi. En ég er að leggjast gegn því að unnið sé ómarkvisst og að margir aðilar séu að sinna sama verkefninu. Það er það sem ég er að gagnrýna en ekki að menn séu að sinna þessu verkefni, engan veginn. Ég tel t.d. að kosningaeftirlit sé mjög mikilvægt og ekki síður gæsla mannréttinda. Það sem ég spurði um var hvort þingmaðurinn teldi ekki eðlilegt að þessi tvö samtök skiptu með sér verkum og skilgreindu nákvæmlega hvað hvort ætti að gera.