Áfengis- og vímuvarnaráð

Mánudaginn 10. febrúar 1997, kl. 16:22:14 (3243)

1997-02-10 16:22:14# 121. lþ. 65.5 fundur 232. mál: #A áfengis- og vímuvarnaráð# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur

[16:22]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta forvarnaráð er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og því er mikilvægt að þeir ráðherrar sem fjalla almennt um forvarnir komi sínum sjónarmiðum að. Markmiðið með þessu er að efla störf ríkisstjórnarinnar sem heildar í forvarnamálum. Það er rétt sem kom fram hjá hv. þm. að margir koma að forvörnum almennt, ýmis félagasamtök og félagasamtök verða auðvitað kölluð til ráðgjafar til þessa nýja áfengis- og vímuvarnaráðs. En þar sem ráðherrar eru að kynna forvarnir í sínum málaflokkum þá teljum við rétt að allir þeir ráðherrar sem að þeim málum koma eigi þar sína fulltrúa.