Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:35:08 (3267)

1997-02-11 13:35:08# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:35]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég flyt einnig þessar brtt. sem hv. 13. þm. Reykv. nefndi og er aðili að flutningi þeirra og aðili að því að draga þær til baka til 3. umr. og áskil mér allan rétt til að ræða málin þar frekar, þau mál sem þar eru til meðferðar. Ég vil hins vegar láta það koma fram til að fyrirbyggja allan misskilning, hæstv. forseti, að það hefur ekkert samkomulag náðst um afgreiðslu þessa máls, m.a. liggur ekki fyrir nein ásættanleg niðurstaða sem tryggir að verðlag á raforku lækki áður en arður er greiddur út. Það er bersýnilega ætlunin að knýja það fram hér í atkvæðagreiðslunni á eftir ef mínar heimildir eru réttar að það eigi áfram að leggja áherslu á arð umfram verðlækkanir á raforku og ég harma það.