Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:03:23 (3287)

1997-02-11 14:03:23# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:03]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að það er alveg ótrúlegt blaðrið sem gengur hér út úr mönnum hverjum á fætur öðrum eins og vini mínum hv. síðasta ræðumanni. Rétt áðan voru menn að fella það að láta verðið lækka á undan arðgreiðslunum. Það liggur þannig. Það er veruleikinn sem blasir við þjóðinni núna. Af hverju þessa hræsni? Af hverju þennan feluleik? Af hverju ekki að segja satt? Það getur vel verið að menn séu að reyna að gera tilraunir til þess að herða sjálfa sig upp í þessu máli en menn skulu horfast í augu við veruleikann --- það er verið að leggja 10% skatt á alla rafmagnssölu til almennings á Íslandi til næstu tíu ára. Til hamingju með það! Auðvitað á að fella þessa tillögu.