Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:04:15 (3288)

1997-02-11 14:04:15# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:04]

Stefán Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að vegna þess að hér hefur títt verið nefnd sú yfirlýsing sem vitnað hefur verið til að þá er það nú svo að þinglega er það ekki eðlilegt að hún liggi fyrir í þinginu á meðan þessi atkvæðagreiðsla fer fram. Hún liggur fyrir á frhnál. frá iðnn. þingsins. Þar liggur þessi yfirlýsing frammi og henni verður dreift nú þegar að lokinni þessari atkvæðagreiðslu. Ég vil hins vegar segja það við félaga mína úr Alþb. sem hér títt tala að í fyrsta skipti sem arðgreiðslur voru teknar upp í Landsvirkjun, í fyrsta skipti sem tekið var upp að greiða út arð frá Landsvirkjun þá sátu þeir í ríkisstjórn --- hv. þm. Svavar Gestsson var þá ráðherra viðskiptamála, hv. þm. Hjörleifur Guttormsson var þá ráðherra iðnaðarmála og hv. þm. Ragnar Arnalds sem var menntamálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar. Þetta voru ráðherrarnir sem fundu upp þá aðferð að greiða út arð frá Landsvirkjun (Forseti hringir.) og þykjast heilagastir allra hér í þingsalnum nú. (Gripið fram í: Og eru það.) --- Eru það ekki.