Afgreiðsla frumvarps um Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:25:14 (3300)

1997-02-11 14:25:14# 121. lþ. 66.96 fundur 183#B afgreiðsla frumvarps um Landsvirkjun# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:25]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill vegna þessara orða taka undir með hv. þm. að svör við atkvæðaskýringum annarra eiga auðvitað ekki að tíðkast. Það er alveg rétt og forseti mun reyna að gæta þess framvegis að þeir sem vilja gera grein fyrir atkvæði sínu geri viðvart strax og atkvæðagreiðsla hefst en ekki síðar, þ.e. eftir að aðrir þingmenn hafa gert grein fyrir atkvæði sínu.

Forseti vill líka taka fram að hann var að vísa til samkomulags sem gert var í gær um framhald þingstarfanna í dag en í því samkomulagi fólst að sjálfsögðu ekkert um afstöðu einstakra þingmanna til málsins.