Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 17:31:15 (3322)

1997-02-11 17:31:15# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[17:31]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að auðvitað verður það alltaf matsatriði hvað arðgreiðslur eigi að vera miklar, ég tala nú ekki um þegar taprekstur er á fyrirtækjum. Við verðum auðvitað að bera það traust til þeirra aðila, sem reka þessi fyrirtæki, að þeir beri hagsmuni fyrirtækisins og eigenda þess fyrir brjósti nákvæmlega sama hvort það er Landsvirkjun eða einhver önnur. Meginmálið er hins vegar það í þessu máli, meginefnið er að ákvörðun hefur verið tekin um það, þvert á það sem menn hafa verið að halda fram, að lækka á orkuverð í landinu um 2--3% á árunum 2001--2010. (SvG: En hver var iðnrh. þá?) Það er meginmálið að ákvörðun verði tekin um það. Og það er skylt að taka það fram að fjmrh. á þessum árum var Tómas Árnason, hv. þm. Framsfl.

Þetta er nú kjarni málsins og auðvitað svíður þeim þetta, félögum mínum og vinum úr Alþb., en svona liggur nú málið fyrir.