Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 22:59:02 (3369)

1997-02-11 22:59:02# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[22:59]

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt, eins og ég tók fram í fyrri ræðu minni í kvöld, að ég tel að allir þingmenn séu þeirrar skoðunar að það eigi að lækka orkuverð, að það sé forgangsatriði. Það sé engin deila um það. Við teljum hins vegar að eins og staðan er í uppsetningu málsins þá sé lækkun orkuverðs ekki sett fram sem forgangsatriði hjá ríkisstjórninni heldur sé ætlunin að skattleggja fyrst orkukaupendur um 500--700 millj. kr. og það teljum við að sé megingalli málsins. Um það er hinn djúpstæði ágreiningur í þessu máli og ég harma að það skuli hafa þurft þessa löngu umræðu til að hæstv. iðnrh. áttaði sig á því að deilurnar snúast um þetta.