Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 23:10:33 (3374)

1997-02-11 23:10:33# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[23:10]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kom út af fyrir sig ekki mjög margt nýtt fram hjá hv. 15. þm. Reykv. annað en óskhyggja um úrslit í borgarstjórnarkosningum. Ég held að menn ættu að spara sér það, enda held ég nú að allur sá mikli hópur stuðningsmanna landsbyggðarinnar hugsi sig tvisvar um eftir að hafa fylgst með aðgerðum borgarstjórans og borgarstjórnarmeirihlutans í þessu máli. Það gæti verið tilefni fyrir nýja ritstjóra að skrifa um í góðum dagblöðum þessarar borgar. (Gripið fram í.)

Ég vil ítreka, hæstv. forseti, að þær yfirlýsingar sem hér hafa komið og að gefnu tilefni úr fréttum vegna viðtala við borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, þá liggur þetta mál skýrar fyrir. Ég ítreka að ég treysti hæstv. iðnrh. til að fylgja þessu máli fram á þeim nótum sem hann hefur gefið yfirlýsingar um gagnvart meðeigendum ríkisins í Landsvirkjun.