Magnesíumverksmiðja

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 13:52:45 (3393)

1997-02-12 13:52:45# 121. lþ. 68.2 fundur 306. mál: #A magnesíumverksmiðja# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., SF
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur

[13:52]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Ég vil nýta tækifærið hér til að spyrja hæstv. umhvrh., einmitt vegna þess sem kom fram rétt áðan, þ.e. að ef þau 50.000 tonn af magnesíum sem þessi verksmiðja ætlar að framleiða verða öll nýtt í bílaframleiðslu í stað stáls þá minnkar heildarmagnið í heiminum. Það má segja að heimurinn græði ef við notum þessa góðu orku hér. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. ráðherra, þar sem hann vísaði í hugsanlegar skuldbindingar Íslands vegna rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar: Er okkar framlag ekki reiknað inn í --- er ekki hægt að draga okkar framlag koltvísýrings niður vegna þess að við lítum á umhverfismál í heild? Er ekki tekið neitt tillit til þessa?