Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:55:22 (3418)

1997-02-12 14:55:22# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[14:55]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er skýrt tekið fram að efla skuli byggð í landinu og í því skyni unnið að lækkun húshitunarkostnaðar. Þar hefur Landsvirkjun veigamiklu hlutverki að gegna. Aukin arðkrafa hlýtur að eiga að nýtast öllum landsmönnum og því þarf að haga málum svo að arðhlutur ríkisins nýtist til að lækka húshitunarkostnað í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Hvað varðar misræmið sem fram hefur komið við meðferð málsins milli orða og undirskriftar borgarstjórans í Reykjavík, þá vil ég segja við borgarstjórann: Ég trúi ekki á orðin þín ef annað segir skriftin þín. Ég segi já.