Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 15:09:04 (3429)

1997-02-12 15:09:04# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[15:09]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa ánægju með að frv. sem hefur verið til umræðu er komið til lokaafgreiðslu, frv. um Landsvirkjun. Frv. felur í sér mikilvægar breytingar sem m.a. felast í því að teknar eru ákvarðanir um lækkun orkuverðs á árunum eftir aldamót um 2--3% á ári og greiddur skuli arður til eignaraðila, til ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Samkvæmt samkomulagi eignaraðila verða arðgreiðslur víkjandi fyrir lækkun orkuverðs.

Þá er einnig mikilvægt að í tengslum við afgreiðslu þessa máls var ákveðið að verja 80 millj. kr. til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Það kemur mér hins vegar ekki á óvart, frekar en nokkrum öðrum, að Alþb. sé einn flokka á móti þessari lagasetningu. Það segir okkur fyrst og fremst að flokkurinn er staðnaður og beitir sér gegn öllum breytingum í þjóðfélaginu sem snúa að því að færa atvinnulíf og þjóðlífið almennt til nútímahorfs. Ég segi já.