Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 15:10:47 (3430)

1997-02-12 15:10:47# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., ÁMM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[15:10]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Það liggur nú ljóst fyrir að tilraunum borgarstjórnarmeirihluta R-listans, sem þurfti að ná til sín óeðlilega miklum arði út úr Landsvirkjun, hefur verið hrundið. Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu miðast við afkomu fyrirtækisins og munu verða í samræmi við raunveruleg fjárframlög eigendanna til fyrirtækisins ef vel tekst til um reksturinn. Ég tel hins vegar að fyrirtækið muni eiga fullt í fangi með að skila þeim arði, sem um hefur verið rætt, og fagna því þess vegna að það er afkoman sem ræður og hún er auðvitað háð þeim markmiðum sem komið hafa fram um lækkun raforkuverðs. Ég segi já.