Staða þjóðkirkjunnar

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 16:03:54 (3439)

1997-02-12 16:03:54# 121. lþ. 69.2 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[16:03]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það er svo sem fáu við að bæta að sinni, en það er margt í í þessu frv. sem vissulega væri hægt að einfalda og mun verða einfaldað síðar meir, það er ég alveg viss um. Þar er t.d. kafli um sóknarnefndir, þar er ýmislegt sem kirkjuþing getur sett inn í starfsreglur og fleira í þeim dúr sem væri kannski ástæðulaust að hafa hér. En ég hygg að skrefið sé nógu stórt að sinni og kirkjuþing og kirkjan í heild hafi gott af því að takast á við þessa stjórnsýslu sem henni er fengin að svo stöddu. Ég álít að það kæmi öllum vel. Síðan mundi þjóðkirkjan væntanlega óska eftir breytingum á lögunum ef henni svo sýndist. Í raun og veru eru tengsl ríkis og kirkju orðin meira táknræn með þessum lögum heldur en að tengslin séu mikil. Það eru stjórnskipulegu tengslin sem eftir eru.