Mörður Árnason fyrir JóhS, Guðrún Helgadóttir fyrir SvG

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 10:32:25 (3441)

1997-02-13 10:32:25# 121. lþ. 70.91 fundur 186#B Mörður Árnason fyrir JóhS, Guðrún Helgadóttir fyrir SvG#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[10:32]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Borist hafa tvö bréf, það fyrra dags. 12. febr. 1997:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþm. Alþb. í Reykjavíkurkjördæmi, Guðrún Helgadóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Það er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv.``

Kjörbréf Guðrúnar Helgadóttur hefur þegar verið rannsakað. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi. Ég býð hana velkomna til þingstarfa á ný.

Síðara bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþm. Þjóðvaka í Reykjavíkurkjördæmi, Mörður Árnason íslenskufræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv.``

Kjörbréf Marðar Árnasonar hefur þegar verið rannsakað. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi. Ég býð hann velkominn til þingstarfa á ný.