Ríkisendurskoðun

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 14:32:00 (3492)

1997-02-13 14:32:00# 121. lþ. 70.11 fundur 262. mál: #A Ríkisendurskoðun# (heildarlög) frv., Flm. ÓE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[14:32]

Flm. (Ólafur G. Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni fyrir undirtektirnar og er honum vissulega sammála um að þetta ákvæði, um umhverfisendurskoðun, er hið merkasta ákvæði og afar nauðsynlegt fyrir Ríkisendurskoðun að fá þessa heimild þannig að ótvírætt sé að með þessu geti Ríkisendurskoðun fylgst. Ég tel mjög eðlilegt að sú nefnd sem fær þetta mál til meðferðar, væntanlega sérnefndin, leiti umsagnar annarra nefnda eftir því sem hún telur eðlilegt og ég tel mjög eðlilegt að umhvn. Alþingis tjái sig sérstaklega um þetta ákvæði.