Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kröfum ASÍ

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 15:04:18 (3503)

1997-02-17 15:04:18# 121. lþ. 71.1 fundur 191#B viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kröfum ASÍ# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[15:04]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Sl. föstudag lagði Alþýðusamband Íslands fram kröfugerð sína en í henni er að finna veigamikinn þátt sem snýr að ríkisvaldinu. Nú langar mig að beina þeirri spurningu til hæstv. forsrh. hvort hann eða ráðherrar í ríkisstjórninni hafi átt fund með Alþýðusambandinu til að ræða þessar kröfur og er ég sérstaklega að fiska eftir þeim þætti sem snýr að frv. til laga um atvinnuleysistryggingar. En Alþýðusambandið gerir þá kröfu að það frv. verði lagt til hliðar að sinni. Ég spyr vegna þess að vinnu við það frv. í hv. félmn. er um það bil að ljúka og því mjög mikilvægt að fá fram hvort ríkisstjórnin hyggst verða við þessari ósk eða að ræða málið nánar við Alþýðusambandið. Hafa slíkar viðræður átt sér stað?