Þjónusta við einhverf börn

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 15:19:13 (3513)

1997-02-17 15:19:13# 121. lþ. 71.1 fundur 193#B þjónusta við einhverf börn# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[15:19]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég tel að fullsnemmt sé að fullyrða að þetta fjármagn sé ófullnægjandi. Það er hugsanlegt að samnýta starfskrafta. Það þarf ekki allt saman að vera full stöðugildi. Það getur komið að miklu gagni þó að svo sé ekki. Meginatriðið er að ákveða að koma fagteymi á fót. Síðan verður það að ráðast hvað fjármunir duga á þessu ári og reyna þá að bæta úr í framtíðinni.