Hækkun á gjaldskrá Pósts og síma

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 15:28:36 (3520)

1997-02-17 15:28:36# 121. lþ. 71.1 fundur 194#B hækkun á gjaldskrá Pósts og síma# (óundirbúin fsp.), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[15:28]

Mörður Árnason:

Virðulegur forseti. Ég veit ekki um stefnu Alþfl. í þessu máli og ég veit heldur ekki um stefnu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Borgaraflokksins, Kvennalistans, Lýðræðisflokksins, Bændaflokksins eða annarra þeirra flokka sem hér hafa verið á þinginu. Það sem mér sýnist koma út úr þessari umræðu er að ráðherra hefur ekki enn þá svarað þeim spurningum sem fyrir hann hafa verið lagðar. Hann hefur ekki upplýst okkur um hvaða hugmynd hann hefur um raunkostnað við símtöl innan lands sem við þurfum að fá að vita til að geta metið þessar hækkanir og hann hefur ekki svarað okkur á hvaða forsendum þær hækkanir eru byggðar nema þá með því að Póstur og sími sé ósköp einfaldlega að nota sinn innanlandsmarkað þar sem hann nýtur fullrar einokunar og getur skipað okkur og sett okkur fyrir það sem honum sýnist til þess að mæta samkeppni á utanlandsmarkaði. Að öðru leyti þakka ég hæstv. ráðherra fyrir svörin.