Vegáætlun 1997 og 1998

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 17:16:41 (3550)

1997-02-17 17:16:41# 121. lþ. 71.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997-2000# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[17:16]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það kom fram í máli hv. þm. að hann væri á því að það ætti að gera heildstæða áætlun um samgöngumál þar sem fleiri þættir væru teknir inn í, allar samgöngur inn í eina áætlun. Ég deili þeirri skoðun með hv. þm. Aftur á móti vil ég spyrja hv. þm. um það, hver sé tilgangurinn með því að að samþykkja áætlanir eins og vegáætlun á hverju ári þegar henni er síðan kollvarpað við fjárlagagerð hvert ár og það stendur ekki steinn yfir steini. Hann talar um að markmiðið sé hallalaus fjárlög. Er nokkur möguleiki að vera að samþykkja vegáætlanir þegar markmiðið hallalaus fjárlög er látið kollvarpa þeim tillögum sem búið er að samþykkja hér á þingi? Í framhaldi af því spyr ég: Ef hann vill efla áætlanagerð og gera áætlanir lengra fram í tímann, verða menn þá ekki að standa við þær áætlanir sem þeir hafa samþykkt í stað þess að vera endalaust með allt hrunið af því sem hefur verið lagt fram fyrir þing og hefur verið samþykkt?