Vegáætlun 1997 og 1998

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 17:21:29 (3555)

1997-02-17 17:21:29# 121. lþ. 71.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997-2000# þál., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[17:21]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg inni á því sem hæstv. ráðherra nefndi hér, en hins vegar tel ég að ég þurfi að fá skýrari svör hjá honum um kostnaðarskiptinguna við sjálfar framkvæmdir vegtengingar. Ég veit til þess að það hefur verið um það rætt að stórverkefnasjóður taki á sig stærstan hluta af þessu máli. Og það kemur verulega á óvart ef það er rétt skilið hjá mér að helmingi kostnaðarins við vegtengingarnar skuli bara skipta á kjördæmin tvö eins og það lítur út. Það kemur mér verulega á óvart, það er minn skilningur.