Flugmálaáætlun 1997

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 19:09:25 (3596)

1997-02-17 19:09:25# 121. lþ. 71.13 fundur 257. mál: #A flugmálaáætlun 1997# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[19:09]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka það og upplýsa hv. þm. um að öryggismál geta verið í fullkomnu lagi á þessu svæði. Öryggismál á Keflavíkurflugvelli eru alltaf í lagi og ekki þarf að leggja í neina hættu vegna Reykjavíkurflugvallar því að það er annar flugvöllur í 40 km fjarlægð og hann getur tekið við allri þessari starfsemi strax á morgun.