Flugmálaáætlun 1997

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 19:19:13 (3601)

1997-02-17 19:19:13# 121. lþ. 71.13 fundur 257. mál: #A flugmálaáætlun 1997# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[19:19]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að hv. þm. hafi farið yfir strikið í velsæmismörkum í þessum ræðum sínum. Hann er að vega að borgarfulltrúa sem ekki hefur möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér hér á þessum vettvangi og hann hefur ekki fyrir því áður en hann ber fram ásakanir sínar að hafa nein skjöl með sér eða sönnunargögn til stuðnings ásökununum, enda kemur í ljós að hann er að fara með fleipur það best ég veit um það mál eins og ég rakti í fyrri ræðu minni. Ég stend á því að hv. þm. sem ber fram ásakanir verður auðvitað að færa sönnur á sitt mál. Að öðrum kosti á hann að láta það ógert að vega ítrekað að fólki sem ekki á þess kost að svara fyrir sig. Hann á þá að bera fram ásakanir sínar þar sem þeir geta svarað fyrir sig sem að er veist.