Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 16:41:18 (3646)

1997-02-18 16:41:18# 121. lþ. 72.8 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[16:41]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn koma engin svör. Það sem ég spyr um er einfaldlega: Er ætlunin að standa við þetta ef að lögum verður? Hvað kostar það þá fyrir ríkið? Fyrir sveitarfélögin? Hvaða kostnað er hæstv. ráðherra að setja á sveitarfélögin með þessu frv.? Frv. er til bóta og nauðsynlegt að það verði að lögum. En lög eru til að fara eftir þeim en ekki til að brjóta. Ef við samþykktum frv. nú fyrir vorið, þá má ekki byrja á því að brjóta þau vegna þess að þá mun það ekki auka rétt sjúklinga eins og Herdísar Birnu og fjölda annarra sjúklinga sem eru í sömu sporum. Ég spyr því hæstv. ráðherra: Er ætlun hennar að standa við lögin, taki þau gildi frá þeim degi sem þau eiga taka gildi, og hvaða kostnað er um að ræða bæði hjá ríki og sveitarfélögum? Ég vil fá þau svör skýr.