Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 16:42:27 (3647)

1997-02-18 16:42:27# 121. lþ. 72.8 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[16:42]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur komið fram í máli mínu nokkrum sinnum í umræðunni að til þess að uppfylla þetta frv., sem vonandi verður að lögum, þarf fjármuni. Við þurfum ... (Gripið fram í.) Hv. þm. verður að bíða eftir svarinu, hefur fengið það svar að vísu áður. Svarið er að til að uppfylla t.d. þær kröfur sem við gerum varðandi sjúk börn þurfum við að byggja upp fyrir 800 millj., jafnvel milljarð. (Gripið fram í.) Það er ekki eðlilegt að allur sá kostnaður sem framtíðin hefur í för með sér komi fram í þessu litla frv. Hérna erum við að tala um rammalöggjöf og hv. þm. skynjar það án efa að við erum að tala um rammalöggjöf, t.d. til að uppfylla þær kröfur sem við gerum varðandi aldraða sjúklinga. Við erum t.d. í ár að byggja upp öldrunardeild í Landakoti fyrir 122 millj. Það kemur auðvitað ekki fram í frv. þannig að ýmsar réttarbætur eru í gangi sem koma fram annars staðar og í fjárlögum.