Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 17:35:46 (3658)

1997-02-18 17:35:46# 121. lþ. 72.8 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[17:35]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. sagði áðan að Barnaspítali Hringsins væri sitt hjartans mál og ég efa það ekki og það er mitt hjartans mál líka. En það er rétt sem hv. þm. sagði að við tókum þá ákvörðun að fara í þessa framkvæmd í desember sl. vegna þess að tryggja þurfti fjármagn til framkvæmdarinnar. Með allri virðingu fyrir fjármunum sem Hringskonur hafa safnað, sem eru mjög mikilvægur hlekkur í þessu, þá dugar það að sjálfsögðu ekki og þess vegna þurfti annað að koma til. Hv. þm. vill fá hárnámkvæmt svar um framkvæmdaáætlun. Við þurfum að hafa lokið þessari framkvæmd fyrir aldamót. Við erum að selja eignir í Vífilsstaðalandi upp á 120 milljónir og sú sala mun ganga eftir innan fárra vikna. Þar með erum við komin með verulegt framkvæmdafé og förum af stað á fullri ferð.