Lax- og silungsveiði

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 18:48:21 (3680)

1997-02-18 18:48:21# 121. lþ. 72.21 fundur 239. mál: #A lax- og silungsveiði# (Veiðimálastofnun) frv., Frsm. GÁ
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[18:48]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970, með síðari breytingum. Nál. er frá landbn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Erling Jónasson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, Ingimar Jóhannesson, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyti, Árna Ísaksson veiðimálastjóra og Vífil Oddsson, stjórnarformann Veiðimálastofnunar. Þá var skriflegt erindi frá veiðimálastjóra rætt.

Frumvarpið er lagt fram þar sem nauðsynlegt er talið að skilja stjórnsýslu samkvæmt lax- og silungsveiðilögum frá framkvæmdar- og rannsóknarverkefnum sem Veiðimálastofnun hefur á hendi. Í seinni tíð hafa komið upp atvik þar sem bornar hafa verið brigður á hæfi veiðimálastjóra til meðferðar máls vegna afskipta hans sem stjórnvalds á fyrri stigum þess.

Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri breytingu:

2. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.

Egill Jónsson og Hjálmar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nál. rita: Guðni Ágústsson, Magnús Stefánsson, Ágúst Einarsson með fyrirvara, Sigríður Jóhannesdóttir, Lúðvík Bergvinsson með fyrirvara, Árni M. Mathiesen og Guðjón Guðmundsson.