Tilkynningarskylda olíuskipa

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 19:11:11 (3683)

1997-02-18 19:11:11# 121. lþ. 72.14 fundur 303. mál: #A tilkynningarskylda olíuskipa# þál., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[19:11]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta verður að heita andsvar vegna þess hve tíminn er takmarkaður til að ræða þær tillögur sem á dagskrá eru, margar mjög merkilegar og þetta er ein af þeim sem ég styð fyllilega. Það eina sem mér fannst vanta í ræðu hv. þm. var umfjöllun um með hvaða hætti mengunarvöktun hafsins er í dag og hver það er sem greiðir fyrir þá mengunarvöktun og hver er munurinn á því að vera með starfsemi í hafi eða starfsemi á landi þar sem eftirlitsgjöld eru tekin af öllum fyrirtækjum í landi. Mér skilst að því sé þannig háttað þrátt fyrir að Alþingi hafi aldrei samþykkt það, að mengunarvöktun í hafi sé greidd að fullu af ríki, sú mengunarvöktun sem á sér stað í dag.