Tilkynningarskylda olíuskipa

Þriðjudaginn 18. febrúar 1997, kl. 19:14:22 (3685)

1997-02-18 19:14:22# 121. lþ. 72.14 fundur 303. mál: #A tilkynningarskylda olíuskipa# þál., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur

[19:14]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir að um þetta þurfa að vera skýrar reglur og styð þá þáltill. sem hér er á ferðinni, en ítreka að um ákveðið misræmi er að ræða um hver á og hvernig á að standa að mengunarvöktun í dag. Umhvrn. hefur komið að þessum málum og hefði auðvitað verið þörf á því að bæði hæstv. samgrh. og hæstv. umhvrh. væru hér, en eins og þetta er í dag, án þess að Alþingi hafi nokkurn tíma um það fjallað, þá skilst mér að um greiðslur af hálfu ríkisins sé að ræða vegna umhverfisvöktunar í hafi eða mengunarvöktunar, og ekki er samræmi á milli þeirrar starfsemi sem fer fram í hafi og þeirrar starfsemi sem fer fram á landi, þar sem starfsemin sjálf ber verulega eftirlitsskatta til þess að standa undir mengunareftirliti.