Greiðslur sjúklinga fyrir læknisþjónustu

Miðvikudaginn 19. febrúar 1997, kl. 14:55:25 (3725)

1997-02-19 14:55:25# 121. lþ. 73.6 fundur 335. mál: #A greiðslur sjúklinga fyrir læknisþjónustu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur

[14:55]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið eru lögin alveg skýr og réttindi manna skýr í þessu sambandi. Við verðum að gera þá kröfu til stofnana að þær fari að lögum. Hvort það verður auglýst sérstaklega að þeir aðilar sem hafa þurft að borga fyrir þessar aðgerðir fái endurgreitt þá býst ég ekki við að það verði gert. En réttur þeirra er skilyrðislaus.