Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 11:51:33 (3760)

1997-02-20 11:51:33# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[11:51]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Sé búið að vinna alla þá vinnu sem við erum að biðja um, þá er varla mikið mál að koma henni fram og ekki verið að biðja um neitt óskaplegt vinnuálag. Hins vegar virðist mér að þessi argi tónn í hv. þm. sé vegna þess að hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafi meira vit á heilbrigðismálum heldur en flestir aðrir og hún verður þá að sitja uppi með það viðhorf sitt ein og sjálf og deila því jafnvel með hv. þm. Merði Árnasyni.

En ég endurtek að það var ekki verið að skera niður til heilbrigðismála. Það er hins vegar verið að skera niður kröfurnar og óskirnar. Strangt tekið væri hægt að fara með öll fjárlög íslenska ríkisins til heilbrigðismála. En við leggjum jafnmikið til heilbrigðismála á Íslandi og þær þjóðir aðrar sem standa sig best að þessu leyti.